2.3.2010 | 12:08
Ég ætlaði upp á Gleðihjalla...
... stystu leið. Og lenti í sjálfheldu eins og þessi góðglaði ferðalangur í Ástralíu.
Klettabeltið fyrir ofan Ísafjörð virkar ekkert rosalegt séð úr bænum, fyrir ofan það er smá flatur hjallur sem kallast Gleðihjalli.
Ég náði aldrei að komast upp á Gleðihjallann þegar ég var krakki, við reyndum þetta nokkrum sinnum vinkonurnar og vorum einu sinni langt komnar, fórum þá skriðuna fyrir ofan Urðarveg, en þegar Ella fékk grjóthrun yfir sig hættum við við steinsnar frá toppnum.
Ég fékk fjallabakteríuna rétt fyrir þrítugt, og þar eð ég var búin að klífa Snæfellsjökul og Hvannadalshnjúk, þá var nú ekki hægt að skilja Gleðihjallann útundan. Ég er nú einu sinni frá Ísafirði. Svo ég brá undir mig gönguskónum og fór í fjallgöngu. Kom að klettunum og þóttu þeir nú nokkuð mikilfenglegri í návígi en ákvað engu að síður að fara upp á milli þeirra. Ég hef sennilega verið komin ca 20-30 metra upp þegar ég áttaði mig á að þetta væri ekki góð hugmynd. Ætlaði að snúa við og fara sömu leið til baka en það var hægara sagt en gert.
Ég er ekki lofthrædd að eðlisfari, get verið í hvaða hæð sem er og horft niður. En þegar maður er alveg strand, hangandi á fingrum og tám utan í klettavegg í 30 metra fallhæð og kemst hvorki fram né aftur, þá getur maður gjörsamlega tapað sér. Mig sundlaði, svimaði, sortnaði fyrir augum, kitlaði í magann, fékk titring í hnén. Ég var við það að missa mig inn í algjört panik-kast, þegar ég náði að loka augunum og nýta mér Yoga, sem ég var búin að stunda í nokkur ár. Það tók mig nokkrar mínútur að yfirvinna lofthræðsluna, eftir það náði ég að einbeita mér og komast niður úr klettunum. Ég var ca 10 mínútur að koma mér í vandræðin, en tæpa 2 tíma að koma mér úr þeim. Þurfti oft að finna syllu til að tylla mér á og taka yoga slökun til að fyrirbyggja að kvíðinn næði yfirhöndinni.
Fyrir þá sem ætla upp á Gleðihjallann, þá er best að fara annað hvort skriðuna fyrir ofan Urðarveg, eða fara aðeins lengra út á Hnífsdalsveginn, krækja út fyrir klettabeltið. Ég komst loks upp á #%$#& Gleðihjallann þá leiðina.
Ætlaði að njóta sólarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 117547
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég komst þarna upp sem strákur og týndi glænýrri dralonpeysu, sem ég hafði bundna um mittið. Annars heitir þetta víst Gleiðahjalli, þótt sumir krakkar hafi kallað þetta gleðihjalla.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 12:58
Mér fannst Baltasar rosa sætur
Krímer (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:38
Ekki hef í nú klifið nokkra þúfu á Ísafirði en aftur á móti hjólaði ég þar í fyrrasumar þvers og kruss, meðal annars Seljalansdalsveg sem er nú bra nokkuð brattur og svo fór ég til Bolungarvíkur, þetta var hressandi.
steinimagg, 2.3.2010 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.