Ég játa, eina ferðina enn

Oh, hvað það er hressandi fyrir sálina að játa allar sínar syndir.  Ég hef horft á nektardans.  Eins gott að lögin séu ekki afturvirk, þetta var 1990 og eitthvað.  Kvennakvöld á Broadway, þar mætti föngulegur karlmaður og fækkaði fötum jafnt og þétt.  Hann hélt að vísu eftir smá pungbindi, svo þannig lagað var þetta ekkert öðruvísi en fara í sund og glápa þar á flotta karlmannskroppa.

Ég var afar blönk á þessu tímabili, að reyna að standa á eigin fótum, nýbúin að kaupa mína fyrstu íbúð.  Visa kortið var fullnýtt, svo og heimildin, hvorki seðill né klink í veskinu.  Og nokkrar vinkonur að fara á þetta kvennakvöld og ég vildi ekki hringja Vestur í mömmu og pabba að betla pening.  Þá datt mér í hug að blikka stelpurnar í mötuneytinu að endurkaupa matarmiðana mína, svo ég kæmist á djammið.  Ég er samt ekki eins mikil djammgella og fólk gæti ætlað af skrifum mínum hér, þetta er alla vega í fyrsta og eina skiptið þar sem ég hef selt matinn af disknum mínum til að geta keypt mér gott í glas á barnum.

Það birtist meira að segja mynd af mér við þetta tækifæri í einhverju afþreyingartímaritinu, sönnunargagn #1.  Ég ætla rétt að vona að ég verði ekki boðuð í yfirheyrslu á lögreglustöðinni, en þá mun ég að sjálfsögðu axla mína ábyrgð og taka út viðeigandi refsingu.

kvennakvöld


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

En er það ekki kostur að það skuli vera haft vit fyrir manni af fólki sem hefur vinnu af því að hafa vit fyrir fólki.

Skyldi enginn hafa vit fyrir þeim.

Kristinn Sigurjónsson, 23.3.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband