27.6.2010 | 15:05
Fnjóskadalur
Það verður ekki meira lagt á Sunnlendinga og Suðurnesjamenn í bili. Þeir hafa þolað að horfa upp á mig hjóla spandexklædda og meira að segja á brjóstahaldaranum síðustu misserin, svo nú var mál að hvíla þá og herja á Norðanmenn í staðinn.
Það var svolítið einkennilegur farangur í skottinu, hækjur og reiðhjól, en sem betur fer var hjólið meira notað. Ég labbaði nánast ekkert þessa viku, var í sumarbústað í Fnjóskadal, lá og sleikti sólina þegar hún bauðst, og svo var hjólað eitthvað í nágrenninu á hverjum degi og farið í sund.
Síðasta sumar hjólaði ég á Suð-vesturlandi, allt á mjög góðum malarvegum. Ég er ekki mikið að fara vegleysur eða út í óbyggðir á reiðhjóli, þess vegna valdi ég mér hybrid hjól í vor, sem er meira götuhjól, enda taldi ég að ég yrði mest á malbiki og betri malarvegum þegar ég færi að hjóla út úr bænum.
Þessa viku var ég eiginlega 90% á hvílíku stórgrýttu fjallaslóðunum, að ég hefði sko ekki treyst mér að keyra þá á Jepplingnum. Svo ef það hafa verið afskekktir ferðamenn sem hafa setið úti í móa og séð mig hjóla fram hjá aleina, grenjandi af hlátri, þá var það bara tilhugsunin um rennisléttu malarvegina sem ég ætlaði að hjóla í fríinu, verandi hálfbækluð með biluð hné og á götuhjóli með sléttum dekkjum.
Lengsti hringurinn sem ég hjólaði var Fnjóskadalur - Hellugnúpsskarð - niður með Eyjardalsá - og svo þjóðveg 1 til baka inn í Fnjóskadal. Samtals 70 km og hæsti punktur 600 metrar. Ég skal viðurkenna að þegar ég var að fara niður sumar brekkurnar og hjólið var eins og stjórnlaus ótemja á milli fótanna á mér, þá hugsaði ég "Nú væri gott að vera á fjallahjóli"
Vegurinn hvarf á köflum undir snjóskafla en ég gat alltaf fylgt rafmagnsmöstrunum þar til ég komst í menninguna við Goðafoss, þar er þjóðvegasjoppa, og ég var búin að sjá hamborgara með öllu í hvílíku hyllingunum þegar ég húkti hundköld í kaffipásu uppi á toppi (hitinn alveg niðri við frostmark, þó að það væri 15 stig niðri á jafnsléttu), en ég á bara ekki að komast í hamborgara á mínum hjólaferðalögum, en þar fengust þó samlokur og pulsur með öllu. Og súkkulaði.
Fyrsta morguninn sem ég vaknaði í sumarbústaðnum og tók úr mér eyrnatappana hrökk ég í kút. Það voru hvílíku klór-hljóðin og þungir dynkir sem heyrðust, að ég hélt einna helst að það væru birnir eða úlfar að reyna að komast inn í bústaðinn. Eftir að hafa kíkt út um gluggana og ekki séð neitt, fór ég út til að sjá hver væri að berja bústaðinn að utan. Það voru þá litlir sakleysislegir fuglar að trítla á mæninum, bara hljóðið magnaðist svona upp innandyra. Annars er mjög gaman að stúdera dýralífið þegar maður er svona einn á ferð, það hafa raunar bara kindur og fuglar orðið á vegi mínum, en það er mikill munur á hegðun þeirra eftir því hvar maður er hverju sinni.
Rollurnar á Látraströndinni voru skíthræddar við mig. Hópuðust saman og hlupu og hlupu eins og þær ættu lífið að leysa. Stoppuðu svo og góndu á mig og hlupu aftur af stað í hvert sinn sem ég nálgaðist. Á köflum var ég farin að upplifa mig sem rollu-reka, það var hvílíkur hópur kominn á undan mér á veginum. Ég var farin að hafa áhyggjur af því að þær myndu hlaupa fyrir björg, enda bratt niður í sjó, og þær gætu farið sér að voða. Eins gott að engum detti í hug að "bjarga" þeim frá bráðum bana með því að hleypa skotveiðimönnum inn á svæðið. Kynsystur þeirra á malbikinu á þjóðvegi 1 voru hins vegar öllu vanar og létu mig ekkert trufla sig, héldu bara áfram að bíta gras alveg í vegarkantinum. Hvort sem ég fór hjá á bíl eða reiðhjóli.
Þegar ég hjóla á Höfuðborgarsvæðinu sé ég bara fugla út undan mér. En þegar ég er ein á ferð á fáförnum sveitarvegum, sérstaklega þegar ég hjóla á þeirra flughraða, þá hópast þeir að mér. Mynda fagurlega fylkingu rétt á undan mér, kvaka og syngja og eru greinilega að bjóða mér í gleðskap. Sveigja svo út af veginum upp í næsta klett en allt fer í upplausn þegar ég fylgi ekki á eftir, enda verð ég að hjóla áfram á veginum, þýt ekkert rétt si svona út í móa á eftir einhverjum partý-gaukum. Þá koma þeir aftur, garga á mig, mynda nýja fylkingu, og reyna aftur að fá mig með, áður en þeir gefast upp á þessari einstefnulegu kvensu sem fer bara sínar eigin leiðir.
Fleiri myndir frá ferðalaginu má sjá á Picasa vefnum, sem og aðrar myndir sem ég hef tekið á hjólaferðum, ýmist ein eða með Fjallahjólaklúbbnum. Ég tek þó ekki mikið af myndum, ég er meira að filma myndbönd þegar ég er á ferð með öðru fólki. Þau eru hér á barnum til vinstri undir tenglar.
https://photos.app.goo.gl/uXseVggDex4kmyBy8
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Hrönn gaman var að skoða síðuna :-) takk fyrir mig, kvenskörungur kveðja Maja
Maja sigrún (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 01:18
Hæ, þú ert hetjan mín:) Hvílík svaðilför. And lived to tell:)
unnur (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 18:32
Snilld!
Orri (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.