Sól og blíða á Ísafirði

 febrúar 2009 112

Ég hjólaði inn í Engidal sem er rétt fyrir utan Ísafjörð og rakst á þetta skilti. 

 febrúar 2009 017

Blóðlangaði að hjóla upp að Fossavatni og þaðan yfir á Kubbinn, en ákvað að hemja mig og mæta næsta dag, vel nestuð og hafa góðan tíma til að hjóla þetta.

febrúar 2009 040

Þegar ég var krakki á Ísafirði hjóluðum við oft upp Dagverðardalinn (næsti dalur við Engidal) og eftir að hafa erfiðað upp brekkuna var upplagt að fá sér sundsprett í þessari tilbúnu "sundlaug".  Gallinn var að þetta var ekki nein útilaug, heldur vatnsból Ísfirðinga.  Svo fór maður heim um kvöldið og drakk skítinn af sjálfum sér.  Við fórum ekki alltaf ofan í, stundum flutu þar rolluhræ sem höfðu álpast ofan í á meðan þær voru lifandi.  Það sem drepur mann ekki gerir mann sterkari!

febrúar 2009 045

Ég veit ekki hvað Fossavatnið er notað í, nokkuð örugg um að það er ekki til manneldis, en ég vona svo heitt og innilega að það sé notað til að brynna skepnum, sérstaklega rolluskjátum, þá er ég búin að láta þær súpa seiðið af mér og hefna fyrir allt það sem ég drakk af þeim sem barn og unglingur á Ísafirði.

febrúar 2009 056

Tröllin í Engidal voru í stríðnara lagi þennan sólríka og heita sumardag.  Hvergi sá ég stíginn yfir að Kubbnum, datt helst í hug að þau hefðu flutt hann og sætu nú skellihlæjandi ofan á fjallahringnum að virða fyrir sér þessa kellingu sem var að burðast með hjólið yfir urð og grjót og upp á fjöll og firnindi.  Svo ég hætti við að hjóla yfir að Kubbnum og nálgast hann frekar næsta dag frá Dagverðardal.

febrúar 2009 105

Hvað er það annars með mig og stórgrýttu vegarslóðana þetta sumar?  Ég bara virðist sogast að endalausum ófærum og torfærum.  En hver stenst mátið þegar svona krúttlegir línuvegir laða mann og lokka að sér.

febrúar 2009 083

Útsýnið af toppnum var alveg óviðjafnanlegt.

febrúar 2009 089

Ég var ekki í stuði fyrir malbikið og göngin, ákvað að hjóla aftur yfir Breiðadalsheiði.  Enda komin nánast niður á Evuklæðin sökum hita.  Vildi ekki valda umferðarslysum með því að hjóla hálfnakin í gegn um göngin.  Og nei, þið fáið ekki mynd af mér í hjólaskónum einum fata.  Rakst loks á vegarslóðann yfir á Kubbinn Engjadals megin.  6 km og þótt að ég yrði að labba þetta allt saman, þá myndi það bara taka 3 tíma.  Svo ég lagði af stað.  Og varð að lúffa fyrir Kubbinum í annað sinn.  Hélt að það yrði auðveldara að fara með hlíðinni í staðinn fyrir að taka hækkun upp á 2-300 metra.  Lenti í skriðu og smá vandræðum, erfitt að fóta sig og teyma hjólið um leið.  Varð að fara til baka á rassinum og toga hjólið með mér.  Fúlt, en svona fer þetta stundum.  Kubburinn fer ekki neitt og hann verður lagður að velli einhvern daginn!

febrúar 2009 075

Ef þið eigið einhvern tíma leið í Kristjánsbúð, þá tekur húsfreyjan vel á móti ykkur, það er boðið upp á gómsæta naglasúpu, og þar eð það er alltaf sól, logn og blíða á Ísafirði, þá er ekki úr vegi að bæta á sig smá skvettu af sólarvörn sem einhver hugulsamur ferðalangurinn hefur skilið eftir.

febrúar 2009 071


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær lítil ferðsaga um fegursta stað á jarðríki...vestfirðina.  ;marga unaðstundina átti maður í fjallgöngum forðum og fjarðarsýnin hverfur aldrei úr minni. Og...já...það er alltaf sól á Ísó.  Allavega í minningunni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.8.2010 kl. 05:48

2 Smámynd: steinimagg

Tókum ekki hjólin með núna, en næst sko.

steinimagg, 1.8.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: steinimagg

Já, vorum á Ísafirði um helgina :-)

steinimagg, 1.8.2010 kl. 22:01

4 identicon

Sólvörn FIMMTÁN!! HEYRIÐ MIG þetta passar fínt fyrir mína húðgerð... eða álíka.

Verst að að það er hið baneitraða PARABEN í þessum vörum sem öðrum.

Rotvarnarefni sem er ægivont.

Örlygur Sig (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 19:23

5 Smámynd: Heiðar Birnir

:-)

Heiðar Birnir, 8.8.2010 kl. 23:59

6 identicon

það er svo gaman að lesa ferðasögurnar þínar og skoða myndirnar ,takk fyrir mig  :-)

Maja Sigrún (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband