18.12.2011 | 21:09
Hó, hó, hó
Ég vorkenndi jólasveininum þegar ég var lítil stelpa heima á Ísafirði. Sveinki birtist á öllum myndum sem gamall, feitur kall með hvítt skegg og mér fannst ófært að láta hann klifra upp á aðra hæð til að gefa mér í skóinn. Ég sjálf klifraði oft upp á skyggnið yfir dyrunum og stundum alveg upp á þak til að sækja bolta sem höfðu skorðast í þakrennunni. Svo ég vissi vel að þetta var erfitt. Hvað þá um hávetur þegar snjór og hálka var á skyggninu.
Eitt kvöldið datt mér það snjallræði í hug að binda þveng í skóinn minn og láta hann síga niður á götu. Næsta morgun spratt ég á fætur, og varð hissa á að sjá nammi í gluggakistunni, en skórinn minn var fullur af snjó þegar ég dró hann upp. Þótti mér skrítið að Sveinki hefði klöngrast upp með öll sín aukakíló þegar hann gat látið nammið í skóinn sem lá niðri á stétt.
Myndin hér fyrir ofan er tekin að sumarlagi, en á henni sést skyggnið. Afi og amma í móðurætt, mamma og svo hið merkilega, báðir bræður mínir á hjólum, en ekki ég! Engin furða að ég sé með hjólabakteríu í dag, hef ekkert fengið hjóla í æsku... Jú, jú, ég átti líka hjól, það er bara ekki til nein mynd af mér hjólandi. Veturnir voru hins vegar snjóþungir fyrir vestan og ekkert hjólafæri marga mánuði ársins, þó man ég eftir að við vöfðum snæri um dekkin og gátum hjólað eitthvað á þeim þannig. Þá voru ófá snjóhús byggð og ég man varla öðru vísi eftir mér en hálf ofan í skafli, á skautum eða skíðum.
Ég er nú ekki skömminni skárri en jólasveinninn. Ég hef undanfarin 2 ár hjólað sjálf með jólakortin til ættingja og vina á höfuðborgarsvæðinu, það hefur tekið mig 3 góða hjólatúra, og ég veit ekki alveg af hverju ég er að þessu þegar ég get setið heima með heitt súkkulaði og piparkökur og látið Íslandspóst bera þetta út fyrir mig. En ég get ekki svikið strákana, þeim finnst svo gaman að bera út jólapóstinn með mér.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.