Viðey

Í fyrra varð að aflýsa Viðeyjarferð Fjallahjólaklúbbsins vegna veðurofsa.  Máttarvöldin ákváðu að vera góð við okkur í ár, það var alveg logn og 15 stiga hiti.  Eins gott, því það var vel mætt, tuttuguogeinn hjólagarpur.

Þeir sem nenna ekki að lesa lengra geta brugðið sér á tengla-barinn hér til vinstri og kíkt á myndband úr ferðinni, merkt Viðey, fyrri og seinni hluti.

Það voru ekki samantekin ráð hjá okkur Eddu að klæða okkur alveg eins, þetta er algjör tilviljun, eins og svo margt annað í veröldinni.

06-30 002

Leiðsögumaðurinn okkar heitir Viðar, sérlega hentugt og viðeigandi nafn þetta kvöld.

 06-30 001

Við hjóluðum um eyjuna þvera og endilanga í tvo og hálfan tíma.  Skoðuðum og heyrðum sögu eyjarinnar utandyra sem innan og kíktum á friðarsúlu Yoko Ono.

06-30 004

Hjólin fóru með í ferjuna, og ég er orðin alveg ákveðin í að fjárfesta í léttu og góðu hjóli eftir að hafa fengið staðfest að ég var með þyngsta hjólið um borð:

06-30 003

Einstaklega góð, skemmtileg og fræðandi ferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir frábæra ferð út í Viðey í gær Hrönn mín. Alltaf gaman að hitta þig.

Kv. Edda

Edda (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Morten Lange

Tek undir með Eddu :-)

Morten Lange, 3.7.2009 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband