5.7.2009 | 14:02
Hjóla-Hrönn vs Ísbjörn
Hver skyldi vinna þá viðureign?
Á árum áður var ég mikið ein á flækingi upp um fjöll og firnindi, og var svo sem ekki með áhyggjur af einu né neinu, enda einhleyp og barnlaus. Núna get ég ekki alveg leyft mér að gassast áfram eins og ég sé ein í heiminum eigandi tvö börn á grunnskólaaldri. Hér áður fyrr breyttust ferðaplönin oft með engum fyrirvara, t.d. ætlaði ég einu sinni að ganga frá Hvalfirði yfir að Þingvöllum, tjalda þar og labba til baka næsta dag. En þegar ég kom í Hvalfjörð var þar hífandi rok og ekki stætt úti. Svo ég ákvað að keyra aðeins áfram og sjá til hvort veðrið skánaði, það er merkilega oft brjálað veður bara í Hvalfirði, en rjómablíða nokkrum kílómetrum sunnar eða norðar. Ég stoppaði í Hreðavatnsskála til að fá mér hamborgara og rak augun í auglýsingu um dansleik, Bogomil Font og Milljarðamæringarnir áttu að spila. Þá voru þeir ekki orðnir frægir, en ég ákvað að slaufa gönguferðinni fyrir fyllerí, keypti mér svefnpokapláss í Bifröst og fór svo á djammið. Þetta varð ekkert smá skemmtilegt kvöld þar sem ég dansaði alla nóttina við fótbrotinn trukkabílstjóra, sem var merkilega fimur á dansgólfinu þrátt fyrir hækju og gifs.
Nú er ég að fara ein út úr bænum í fyrsta sinn í ja, 11 ár. Þar eð ég er hrakfallabálkur hinn mesti ákvað ég að prenta út leiðarlýsinguna fyrir bóndann, svo hann vissi hvert hann ætti að senda hjálparsveitirnar ef ég myndi ekki skila mér aftur úr útilegunni. Ég var nú búin að segja honum að ég ætlaði í hjólatúr þegar krakkarnir færu í sumarbúðir, en hann hefur greinilega haldið að ég ætlaði að hjóla um Reykjavík og nágrenni. "Ertu ekkert hrædd við að rekast á ísbjörn?" spurði hann í fúlustu alvöru.
Ja, tæknilega er það svo sem alltaf möguleiki, það gengu jú tveir til þrír á land í fyrra. Eitt er að rekast á úlfa á fjöllum, maður býður þeim bara inn í tjald, en ísbirnir, hmmm. Ætli sú viðureign endi ekki bara á einn veg. Einhvers staðar las ég að ef skógarbjörn stefnir á þig, þá áttu að gera þig eins stóran og þú getur, veifa höndunum fyrir ofan höfuð, öskra og berja á potta og pönnur. Það sama hlýtur að gilda fyrir ísbirni. Þó að ég sé almennt blíð og góð, þá get ég breyst í ægilega skessu á köflum. Ég tek þá út alla uppsafnaða gremju yfir bankahruninu, icesave, kúlulánunum og ástandinu almennt út á aumingja Bjössa. Alla vega rétt áður en ég enda ævina sem steikin hans.
Æi, nú fær mamma aftur kvíðakast. "Litla stelpan hennar" ein að hjóla einhvers staðar út í móa með ísbirni á hælunum.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 117730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.