Mér fannst eitthvað vanta

"Ég ætla ekki að..." og orðið var gripið á lofti af móður minni.  "Þú færð utanlandsferð ef þú fermist."  Þar með voru örlög mín ráðin, ég fór í fermingarfræðsluna og fermdist síðan með pompt og prakt.  Svo sem allt í lagi með það, og ég á þessa líka fínu *hóst* fermingarmynd sem minningu um daginn.

fermingarmynd

Ég hef hjólað til vinnu, mína venjulegu leið um Langholtsveginn eftir sumarfrí og fannst eitthvað vanta.  Kom því samt ekki alveg fyrir mig hvað vantaði.  En auðvitað var það hann Helgi með mótmælaspjöldin sín "sem vantaði".

 helgi

Vinkona mín ákvað að skíra ekki son sinn þegar hann fæddist, ein ástæðan var að hún gat ekki hugsað sér að hann yrði jafn ósáttur við skírnina og Helgi sálugi.  Segið svo að kallinn hafi ekki haft áhrif. 

Ég sakna þess að sjá hann ekki á horninu sínu.  Blessuð sé minning hans!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband