Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Þriðjudagshjólatúr - Gvenndarbrunnar

Þetta er ég kl 18:45.  Þá vissi ég að ég ættti að vera fararstjórinn í ferð hjá Fjallahjólaklúbbnum.

The new gaid

Bjarni hringdi og sagðist ekki komast og ekki finna neinn til að leiða ferðina.  Ég benti honum á að ég væri annáluð fyrir að villast hægri vinstri og vita ekki hvað væri suður og hvað norður.  Það er ekki langt síðan ég villtist á leiðinni heim frá Kópavogi, að vísu að næturlagi í niðamyrkri, en þetta er ívið lengri leið og ég veit ekkert hvar þessir Gvendarbrunnar eru. 

Bjarni ætli skilið að fá Fálkaorðuna fyrir einstakt rólyndi, þuldi bara upp leiðarlýsinguna í símann, "þú getur þetta" og ég fann meira að segja "klapp á bakið" í gegn um símann.

Svo ég setti upp plan.  Ef það kemur bara einn, þá hjóla ég með hann niður á Amokka kaffihús, þar sem við hefðum svindlað hægri, vinstri á þriðjudagshjólatúrnum, gúffað í okkur köku og drukkið dásamlega syndsamlegt kakó með.  Ef það koma tveir, þá getum við alltaf farið á Ölver í karaóki...

En við vorum 5 sem mættum, og þá er hjólafært!  Og þó við værum fámenn, þá var sko góðmennt í hópnum, hver kunni skil á ákveðnu hverfi og enginn að æsa sig þó að "Fararstjórinn" tæki vitlausa beygju hér og þar.  Pissst - ætli það sé ekki styttra að taka þennan stíg, annars endum við uppi á Hafravatni.  Við komumst upp í Heiðmörk og aftur til baka án þess að týna neinum úr hópnum.  Nema einum, og það var nú bara af því hann átti heima í Árbæ og varð eftir þar.

Slektið

 


Skorradalsvatn

Það er hvílíkt gaman að hjóla í kring um þetta fallega vatn.  Örlítið grófur malarstígur í upphafi, en svo var leiðin bara mjög þægilegur malarstígur.  Ég var aftur vopnuð litlu imbavélinni og tók video á hana.  Afraksturinn er í tveimur bútum, youtube leyfir ekki skrár sem eru stærri en 1 gík.

Fyrri partur er hér:

og seinni partur er hér:

Hlekkirnir fara líka á barinn hér til vinstri.

Skorradalur 


Blíður og rómantískur

treeman

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Trúi ekki öðru en einhver muni vitja þessa timbraða herramanns.  Hann er blíður, rómantískur, kann að hlusta, þó að hann sé ekki sérlega ræðinn.  Færði mér blóm þegar ég hitti hann á Sæbrautinni fyrir nokkrum vikum.


mbl.is Timbraður gestur lýsir eftir eiganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður er aldrei ánægður!

Síðasta vetur var ég svolítið að leita á netinu að stórum hjólafötum.  Vissulega eru einhverjar netverslanir sem selja slíkt, en stærstu stærðirnar voru iðulega uppseldar eða ekki nógu stórar fyrir mig.  Ég hef svo sem alltaf glímt við þetta vandamál, þegar ég er í kjörþyngd og þrusuformi nota ég kvenstærð 48, og það er einmitt stærðin sem er alls staðar útundan.  Tískuvöruverslanir og íþróttabúðir eru almennt ekki með stærra en 46 fyrir konur, það vantar tilfinnanlega íþróttabúð með vörum fyrir feitt fólk.  Svona af því við erum ekki neinn minnihlutahópur lengur, þorri þjóðarinnar að flokkast yfir þyngdarmörkum.  Svo var ég að skoða hér á einni síðu og fann jakka sem gæti hentað mér:

http://www.rei.com/product/771258

Jei, fletti honum upp í nánari detail og jú, til í 2x (54) og 3x (56).  Það er bara of stórt, hefði passað á mig í vetur, en ekki lengur, ég er komin á þennan leiðinlega stað, að vera að detta út úr plus-size flokknum, en eiga eitthvað í land með að geta verslað í venjulegum búðum.  Og þá er ég að tala um að passa í karlmannastærðir í venjulegu búðunum.  Það er svona, maður er aldrei ánægður, búin að missa tuttugu og eitthvað kíló síðan ég breytti um lífstíl fyrir réttu ári.  Þá nöldra ég yfir því að passa ekki lengur í plus stærðirnar.

Ég á einar hjólabuxur, sem ég fer varla úr núorðið, það er bara tímaspursmál hvenær hnén eða rassinn fer í gegn.  Og að ég skyldi finna þær á Spáni, finnst mér allra fyndnast.  Af því fólkið þar nær mér varla í öxl og á þverveginn hefðu þrír Spánverjar getað rúmast inni í mér þegar ég keypti þær.  Buxurnar eru meira að segja of síðar, þótt þær séu full þröngar.  En það er það góða við spandex, það teygist endalaust!

Svo má ég til með að segja ykkur frá einni dúllu á Barnalandi.  Hún var nýkomin úr brjóstastækkun, var áður í stærð 32C sem er mjög algeng stærð hjá kvenfólki, en nei, hún var ekki ánægð og lét stækka brjóstin upp í DD skál.  Hún var að spyrjast fyrir hálfgrátandi á spjallþráðnum hvar hún fengi á sig flotta brjóstahaldara, því núna væri hún með svo stór brjóst að hún fengi ekkert á sig nema hallærisleg kellinga-brjóstahöld í BH búðinni eða álíka lummó verslunum og allir kúnnarnir fyrir utan hana væru gamlar kellingar með sigin brjóst.  Nú horfði hún á alla gömlu flottu brjóstahaldarana sína og vildi óska þess að hún kæmist í þá aftur.  Djöfull hló ég að stelpukjánanum.  Verandi grannvaxin og með fína brjóstastærð (handfylli á hvaða karlmanni sem er) að fara á skurðarborðið með tilheyrandi þjáningum og fjárútlátum til að fá tvo körfubolta framan á sig og geta hvergi fengið á sig falleg brjóstahöld.  Ekki er öll vitleysan eins.


Hvar er bíllinn?

Það var sumarhátíð í leikskólanum í síðustu viku.  Þegar ég kom að leikskólanum voru allir krakkarnir komnir út í garð og nokkrir strákar gáfu sig á tal við mig, á meðan ég læsti hjólinu mínu við girðinguna.  "Af hverju ertu á hjóli?" spurði einn 3ja ára.  Ég notaði tækifærið og hélt smá ræðu um gagnsemi hjólreiða, heilnæma loftið, minni mengun og svo er bara svo gaman að hjóla.  "Hvar er bíllinn?" spurði þá annar og stöðugt þjappaðist hópurinn af litlum 3ja ára gormum sem virtust hafa miklar áhyggjur af því að ég væri búin að týna bílnum mínum. 

Eða strax búnir að mynda sér þá skoðun að miðaldra mömmur ættu að koma keyrandi á Lexus, snyrtilega málaðar og tipla inn á háum hælum.  Hmmm.

En í dag fór ég á bílnum í leikskólann, þarf að útrétta og sækja hjólið mitt sem er ennþá niðri í miðbæ.  Þá var ein 5 ára upprennandi hjólreiðahnáta sem spurði "Af hverju ertu á bíl, hvar er hjólið?"  Sjúkk, æsku landsins er þá ekki alls varnað.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband