Heiðmörk

Stundum er gott að hjóla með öðrum, manni hættir til að koma sér í þægilegan gír og dóla sér á milli staða áreynslulaust þegar maður er einn á ferð, stundum næ ég ekki einu sinni að svitna.  Ég var líka forvitin að sjá hvort ég hefði eitthvað í Carbon Kings, en ferðin var auglýst í slagtogi við þá.  Þeir sem þekkja ekki Carbon Kings, skal upplýst að þar er um að ræða þrjá vaska hjólakappa sem hjóla 50-70 kílómetra á degi hverjum.

03-20 014

Að vísu var einhver misskilningur um tímasetningu, CK reyndust vera komnir upp að Úlfarsfelli um það leiti sem við vorum að leggja af stað úr Árbænum.  Og við Steini sem komum með banana til að passa nú inn í hópinn!

03-20 019

Við hjóluðum sem leið lá í gegn um Heiðmörkina í bongóblíðu, þræddum kræklótta stíga, upp og niður brekkur.  Meðfram Elliðavatni og svo brenndi ég vestur í bæ á kóræfingu.

03-20 020

Myndavélin var með í för, og ég skaut smá video.  Sjá hér fyrir neðan.  Það voru þó tvö sérlega skemmtileg atvik sem náðust ekki á filmu, annars vegar þegar Steini flækti löppinni í smellupetalanum og steig undarlegan ballett til að losna úr honum og hitt var þegar ég ætlaði að fara aðeins á undan hópnum til að filma föngulegu fylkinguna, þá bremsaði ég og hjólið snarstoppaði.  Ég hélt hins vegar áfram á fullri ferð og tók nettan kollhnís fram af hjólinu, bara svona til að prófa splunkunýja hjálminn minn!  Það komu ekki nema 4 marblettir, sem verða nú að teljast lítið þegar ég og mínar byltur eru annars vegar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan hjóltúr og frábæran félagskap.

Fjölnir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 21:51

2 Smámynd: steinimagg

Já, takk fyrir mig.

steinimagg, 20.3.2010 kl. 23:55

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Takk sömuleiðis, strákar.  Þetta var hressandi

Hjóla-Hrönn, 21.3.2010 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband