30.3.2010 | 15:03
Ráð fyrir garðeigendur
Þegar við fluttum inn í núverandi húsnæði og vorum búin að raka saman laufinu fyrsta vorið, þá fyllti það 12 svarta ruslapoka. Annað eins féll til eftir garðslátt og runnaklippingar sumarsins. Einn veturinn felldum við aspirnar, enda var hálf kjánalegt að sjá 40 aspir teygja sig nokkra tugi metra yfir lítið hús í litlum garði. Einhver eigandinn hefur keypt þetta í misgripum fyrir Víði eða aðra limgerðisplöngur, trúi ekki að nokkur heilvita maður sem veit hvers konar ferlíki aspir eru fullvaxnar, planti 40 stykkjum í bakgarðinn hjá sér vís vitandi.
Þessar aspir fluttum við til Sorpu, þar sem þær hafa væntanlega verið kurlaðar niður í stígagerð. Eins gott að við vorum búin að þessu, annars myndi það kosta okkur töluverðan pening að losa okkur við laufið eða trén sjálf í dag. Gjaldskráin hljóðaði upp á rúmar 3000 krónur fyrir rúmmetrann. Hvað rúmast mikið í einum svörtum ruslapoka, nær það einum rúmmetra?
Þannig að við gætum þurft að punga út 70 þúsundum á ári til að losna við laufið. Eða bara gerast "white trash" og láta það liggja og sleppa slættinum og arfahreinsun, nágrönnunum til mikillar gleði...
En sem betur fer er Sorpa búin að afturkalla gjaldtökuna. Eða fresta henni óákveðið.
Sumir nenna ekki að koma sér upp safnhaugum vegna þess að þeim fylgir umstang, fýla og flugur. Þ.e. ef þeim er ekki sinnt eins og á að gera. Það er mun auðveldara að grafa holur í garðinn og setja garðaúrganginn þar ofan í. Eftir gröftinn þarf ekki að sinna haugnum sérstaklega, bara leggja nokkrar mjóar greinar í botninn, henda garðaúrgangi sem og öðrum úrgangi sem má fara í safnhauga ofan í og skella smá mold yfir öðru hvoru ef það fer að bera á flugum. Þegar holan er næstum full má setja smá lag af mold og sumarblóm þar ofan á eða skreyta með steinum. Ormarnir sjá um nauðsynlega loftun, svo það þarf ekki að róta neitt í haugnum. Eftir 3 ár hefur úrgangurinn breytt sér í næringarríka moltu, þá er auðvelt að grafa hana upp og dreifa yfir blómabeðin. Nota svo holuna aftur fyrir úrgang sumarsins. Núorðið nægir að grafa eina holu að vori fyrir allan úrgang sumarsins, ég varð að vísu að grafa aðra í fyrra eftir að villikisa flutti inn í safnhauginn, hvílíkt notalegt að hvíla þar í sólinni og nýslegnu grasinu. Gaman þegar fjölskyldan stækkar svona fyrirvaralaust, og ekki spillir að við þurftum ekki að sinna kisu neitt, hún sá um sig sjálf og vildi ekki láta stússast neitt í kring um sig.
Bara svona ef nágrannarnir skyldu halda að við værum einhverjir mafíósar, endalaust að grafa lík í bakgarðinum...
Sorpa frestar gjaldtöku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig tímdirðu að klippa lokkana? Kveðja frá Ljósku
Sigga Hjólína, 31.3.2010 kl. 23:15
Þeir féllu um leið og aspirnar! Annars var ég á tímabili með mittissítt hár og hvílíku slöngulokkana. En eftir að ég lenti í bílslysi og fékk hálshnykk neyddist ég til að stytta það, það var allt of þungt þegar það var blautt. Ég stytti það samt mjög rólega ef ég skyldi fá mikinn söknuð. En það gerðist ekki, ég stytti fyrst upp á mitt bak, svo í þessa sídd sem ég er með á myndinni, upp fyrir axlir, alveg stutt (eins og ég er með núna) og endaði meira að segja með kiwi klippingu í lokin. Hvílíkt þægilegt. Má vel vera að ég freistist aftur í kiwi klippingu í sumar, verst að maður lítur út eins og hálfviti, en ég hef alltaf tekið þægindin fram yfir útlitið.
Hjóla-Hrönn, 1.4.2010 kl. 10:10
gaman að lesa eftir þig ....... hey Gleðilega páska
Jón Snæbjörnsson, 5.4.2010 kl. 17:25
Takk fyrir það Jón :) Gleðilega páska
Hjóla-Hrönn, 5.4.2010 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.