20.8.2010 | 18:55
Berrössuð um bæinn
Á síðasta ári fjölmennti hjólreiðafólk og hjólaði saman á götum borgarinnar til að vekja athygli á aðstöðuleysi þeirra sem velja reiðhjól sem samgöngutæki. Þetta var viðburðurinn Berbakt um Bæinn, fólk fækkaði fötum og skrifaði slagorð á bakið. Sumir voru kappklæddir, aðrir naktir niður að mitti, sumir berleggjaðir og aðrir með bara bakið bert. Ég var lasin í fyrra, ennþá að jafna mig eftir svínaflensu og ákvað að vera kappklædd, en náði samt að tækla hugtakið nokkuð vel. Þ.e. ég var með bakið bert og áritað.
Í ár verður aftur hjólað um götur borgarinnar á Menningarnótt. Lagt af stað frá Klambratúni (áður Miklatún) kl 15:00. Að þessu sinni ætla ég að gera eitthvað öðru vísi, mun pottþétt verða fáklæddari ef ég verð ekki kvefuð eða með flensu, en er samt ekki alveg viss hvernig ég ætla að hafa þetta. Best er að reyna að finna eitthvað í klæðaskápnum, þar á ég t.d. forláta hjólabuxur sem ég keypti á netinu, sem eru afskaplega skrítnar í sniðinu. Þær eru háar upp í mittið að aftan, en ná varla upp fyrir hárlínu að framan. Einhvers konar Racer-dæmi svo konur líti vel út í áltútri stöðu á reiðhjóli. Það bara gleymdist að gera ráð fyrir því að konur þurfi að stíga af baki eftir hjólatúrinn án þess að vera með búrku meðferðis til að skýla sér. Ég fer ekki út úr svefnhverberginu í þessum hjólabuxum, þær flokkast undir dónó stuff & dót á þessum bæ. Ef ég fer í þær öfugar, þ.e. læt botnstykkið styðja við konumagann og hef framhliðina aftur, þá breytist viðburðurinn í "Berrössuð um bæinn". Spurning hvort ég næði að hjóla viðburðinn á enda áður en löggan mætir og handtekur strípalinginn...
Hvet fólk til að fjölmenna og hjóla saman, þeir sem vilja geta fengið útrás fyrir strípihneigðina, hinir geta mætt í föðurlandinu...
Í ár verður aftur hjólað um götur borgarinnar á Menningarnótt. Lagt af stað frá Klambratúni (áður Miklatún) kl 15:00. Að þessu sinni ætla ég að gera eitthvað öðru vísi, mun pottþétt verða fáklæddari ef ég verð ekki kvefuð eða með flensu, en er samt ekki alveg viss hvernig ég ætla að hafa þetta. Best er að reyna að finna eitthvað í klæðaskápnum, þar á ég t.d. forláta hjólabuxur sem ég keypti á netinu, sem eru afskaplega skrítnar í sniðinu. Þær eru háar upp í mittið að aftan, en ná varla upp fyrir hárlínu að framan. Einhvers konar Racer-dæmi svo konur líti vel út í áltútri stöðu á reiðhjóli. Það bara gleymdist að gera ráð fyrir því að konur þurfi að stíga af baki eftir hjólatúrinn án þess að vera með búrku meðferðis til að skýla sér. Ég fer ekki út úr svefnhverberginu í þessum hjólabuxum, þær flokkast undir dónó stuff & dót á þessum bæ. Ef ég fer í þær öfugar, þ.e. læt botnstykkið styðja við konumagann og hef framhliðina aftur, þá breytist viðburðurinn í "Berrössuð um bæinn". Spurning hvort ég næði að hjóla viðburðinn á enda áður en löggan mætir og handtekur strípalinginn...
Hvet fólk til að fjölmenna og hjóla saman, þeir sem vilja geta fengið útrás fyrir strípihneigðina, hinir geta mætt í föðurlandinu...
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 117546
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Öllsömul.
Sæl Hrönn.
Hægt að klæðast ýmsu, eða jafnvel engu við hjólreiðar.
Er veðurfarstengt, hverju maður klæðist. Þægindi og álit annara er næst í röðinni.
Ég velti því fyrir mér, þegar ég bjó í næsta nágrenni við verksmiðju sem framleiddi teflonhúðuð eldhúsáhöld, hvenær það yrði tæknilegur möguleiki að láta græða á sig teflonhúð. Ég þyrfti aldrei framar að hafa áhyggjur af sunnlensku sumri, eða rigningu yfirleitt.
Ég hef einu sinni hugsað um að hjóla nakinn, fyrst og fremst til eigin þæginda í það skiptið.
Var á ferð upp gamla Vaðlaheiðaveginn austanmeginn í besta norðlensku sumri fyrir 15 árum síðan. Algert logn og glampandi sól.
Fór úr öllu nema sokkum, skóm og hjólastuttbuxunum. Ætlaði að fara úr hjólabuxunum líka, það var bara svo heitt. Sem betur fer gerði ég það ekki, því ég mætti lítilli rútu á þessum lokaða vegi, fullri af ferðafólki.
Ég man eftir hvítum bolum í í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins með áprentaðri mynd af tveimur nöktum karlmönnum, meðlimum klúbbsins, á hjóli úti í sunnlenskri náttúru. Með textanum: "Njóttu frelsis á reiðhjóli"
Hvað um það, ég á þá a.m.k. eftir að prufa eitthvað á reiðhjólinu.
Bæti því í safn yfir leiðir sem á eftir að hjóla.
Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.