2.9.2011 | 12:05
Ólögleg í hjólakeppni?
Síðustu 3 ár hef ég verið að endurheimta heilsuna hægt og rólega og hef náð að trappa mig niður af nánast öllum lyfjum. Sunnudagskvöldin fóru í það að skipuleggja lyfjaneyslu fyrir vikuna, opna pakkningar, flokka töflur eftir tíma dags, rauð á morgnana, blá á kvöldin, gula um miðjan dag. O.s.frv. Ótrúlega erfitt að ná sumum töflum úr pakkningunum, gigtarlyfin einna erfiðust, eins kaldhæðnislega og það hljómar. Sum lyf orsaka aukaverkanir, og þá þarf maður jafnvel lyf til að slá á aukaverkanirnar, og svo enn önnur lyf til að takast á við þau lyf. Þannig getur maður lent í vítahring og veit ekkert hvað veldur þessum einkennum og hvað hinum. Hvað eru raunverulegir kvillar og hvað aukaverkanir.
Þá var ég líka að léttast nokkuð hratt og lét fjarlægja hormónalykkjuna, enda komin úr barneign og ég ekki hrifin af því að vera með óþarfa aðskotahluti í líkamanum. Ég fylltist smám saman alveg gífurlegri orku, og vissi satt að segja ekki hvaðan á mig stóð veðrið, taldi jafnvel að þetta væri undanfari breytingaskeiðs, nokkurs konar grár fiðringur. Fékk aðallega útrás í gegn um hjólreiðarnar, en ég fór líka að sækja skemmtistaði og hafa gaman af því að dansa fram á rauða nótt. Eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg herrans ár.
Ég stefndi að því að hætta á öllum lyfjum og halda upp á það með því að storma inn í Blóðbankann og gefa einhverjum dropa af mínu eðalblóði. Vissi þó að ég yrði að vera áfram á einu lyfi, Questran (blóðfitulyf), en aukaverkun af því lyfi gagnast fólki sem hefur misst gallblöðruna. Þá streymir gallið óhindrað út í meltingarveginn og sumir höndla það illa, fá magabólgur, verki og niðurgang. Ég hélt að það lyf hefði einungis staðbundna verkun í meltingarvegi (sogaði upp gallið og skilaði sér alfarið út úr líkamanum) og hélt jafnvel að mér væri óhætt að gefa blóð þó að ég væri að taka inn þetta lyf. Las fylgiseðilinn vel og vandlega til að tékka á þessu, sérstaklega aukaverkununum.
Og komst að því að aukaverkunarlistinn er bæði langur og ljótur. Svo ég get ekki enn gefið blóð. Þegar ég byrjaði á þessu lyfi var það ekki á almennum markaði og ekki allar aukaverkanir komnar fram. Það var brýnt fyrir mér að hlusta vel á líkamann og tilkynna lækni eða lyfjafræðingi um allt óvenjulegt. Hef ekki þurft að gera slíkt, þetta lyf hefur bara gert mér gott, en sé þann aðila í anda sem tilkynni aukaverkunina "aukin kynhvöt". Kannski var viðkomandi bara hrifin/n af lyfjafræðingnum og ástleitni og mökunartilburðir misskildir sem aukaverkun af lyfinu.
Og þó... Ég skal viðurkenna að líðan mín undanfarin tvö ár hefur minnt ískyggilega á unglingsárin. Meira að segja svo sterkt í upphafi að erfiðleikar bólugrafinnar unglings-Hrannar eru í endurminningunni eins og rólegheita skógarganga.
Sem betur fer hafa aukaverkanirnar dalað jafnt og þétt, aldrei að vita nema ég fari að haga mér, hugsa og akta eins og virðulega, miðaldra frúin sem ég ábyggilega er. Einhvers staðar djúpt inni í mér.
Ég ætla bara að vona að ég þurfi ekki að fara á stera neitt á næstunni, það yrði alveg svakaleg og eldfim blanda. Ég er ekki viss um að ég muni þola við í eigin návist þá, hvað þá aðrir. Mig hefur alltaf langað að prófa að vera vitavörður einhvers staðar lengst úti í rassgati. Veit svo sem ekki hvort ég myndi höndla mikið meira en eina viku í einsemd, en það er nokkuð ljóst að ef ég fæ eitthvað slæmt lungnakvef sem astmapúst dugar ekki á, þá læt ég vitavarðardrauminn rætast áður en ég tek inn fyrstu steratöfluna.
En þetta vekur vissulega upp þá spurningu hvort ég sé á ólöglegum lyfjum þegar ég tek þátt í hjólakeppni?
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 117547
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey, ég man vel eftir þessari á neðstu myndinni ;o)
Glæsilegur árangur hjá þér, frábært að losna við aukakílóin og finna heilsuna aftur.
Gangi þér vel að finna frúna í þér...
Mbkv. Ásta Dís úr Arnardal
Ásta Dís (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 14:25
Takk fyrir frábæran bloggpistil um Hjólabókina og svo jólakortið. Það er aldrei að vita nema það vanti vitavörð í Æðey. Gallinn er sá að það eru ekki lengur póstferðir þangað og svo hitt að vegakerfið er innanvið kílómetri, semsagt leiðigjarnt til lengdar fyrir hjólreiðar. Bestu kveðjur
SmáriÓmar Smári Kristinsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.