15.9.2009 | 14:41
Klæðaburður
Þegar ég var tvítug var ég afskaplega horuð, ekkert nema skinn og bein. Mér hefur iðulega fundist kvenfólk fallegra ef það er aðeins þrýstið og reyndi eins og ég gat að fita mig á þessum tíma, drakk meira að segja glas af rjóma á hverju kvöldi. Án árangurs, ég var alltaf sama horrenglan. Ég var í pönkinu á þessum tíma, oft klædd í leðurbuxur og leðurjakka, keðjur, rifna boli og svartar blúndur. Þegar ég lenti í bílslysinu 1984 þurfti að klippa utan af mér fötin. Ég harðbannaði þeim að vísu að klippa leðurjakkann, vildi frekar þola að vera klædd úr honum, hrygg og mjaðmagrindarbrotin. En þar eð ég var að reyna að vera þrýstin skvísa var ég í bara og aðeins 5 gammosíum undir leðurbuxunum, þar af tvær ullar stil-longs. Ég gleymi ekki svipnum á hjúkkunni sem fór með sundurklippta gammosíu-staflann í ruslið, henni hefur ábyggilega fundist þetta afskaplega skrýtin múnderíng í heitum júní mánuði.
Ef það þyrfti að grafa mig grútskítuga upp úr skurði í dag eftir umferðaslys (ég þá á hjólinu) og klippa utan af mér larfana gætu menn á slysadeild rekið upp stór augu. Yst fata er ég iðulega í sjúskuðu gulu endurskinsvesti, trosnuðu á köntunum og með bikslettur sem fara ekki úr við þvott. Þar undir er ég oftast í karlmanna flíspeysu eða renndum bol en þar undir er ég svo í afskaplega fallegum rauðum glimmer og pallíettu-topp sem mamma keypti á Spáni fyrir nokkrum árum. Svona eins og prinsessa í álögum. Ég uppgötvaði í sumar að þessi bolur væri bara assgoti fínn hjólabolur þegar öll föt voru orðin skítug og mig vantaði þunnan og þægilegan bol til að hjóla í. Þornar fljótt, svitalykt festist ekki í honum, mér er ekki of heitt í honum undir annarri flík og ég er þá ekki nakin undir ef ég þarf að renna niður þegar ég fer inn í búð. Nú og svo er ég ballfær ef ég einhverra hluta vegna þyrfti að skella mér fyrirvaralaust á djammið úr hjólatúr, annað eins hendir mann nú öðru hvoru...
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.