26.9.2009 | 20:29
Verðlaunabikar
Ég hef einu sinni fengið verðlaunapening, varð önnur í 17 júní hlaupinu í Sandgerði þegar ég var 10 ára. Að öðru leiti er íþróttaferill minn fremur viðburðalítill.
Þar til í sumar, er ég fékk mætingabikar Fjallahjólaklúbbsins. Ég setti mér það markmið í byrjun sumars að komast í eiturgott form og liður í því var að mæta í allar þriðjudagsferðir klúbbsins. Ég skrópaði bara í einni ferð, nr. 2, en þá var hífandi rok og mér til afsökunar var undankeppni Eurovision sama kvöld. En ég mætti í allar hinar, fyrir utan tvær, en þá var ég stödd úti á landi í sumarfríi, hjólandi að sjálfsögðu.
Ásgeir var næstum búinn að vinna bikarinn í fyrra, mætti í allar ferðir nema eina, en þar eð Edda hafði mætt í jafn margar ferðir var dregið og Edda hreppti bikarinn. Ásgeir komst ekki í 4 ferðir í sumar, og þess vegna varð hann aftur að sjá á eftir bikarnum. Ég skora á Ásgeir að ná honum af mér á næsta ári, en hann stendur fyrir aftan mig á myndinni, skiljanlega svolítið súr á svipinn.
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegt :-)
steinimagg, 27.9.2009 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.