Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
19.5.2010 | 19:13
Ég ætla líka að láta brenna mig
En hafði nú hugsað mér að láta Fossvogskirkjugarð sjá um athöfnina. Ég er á leið til Ítalíu bráðlega í gönguferð með gönguklúbbnum mínum. Ég ætla nú ekki að láta þetta aftra mér frá því að gæða mér á eldbakaðri pizzu og drekka gott rauðvín með. Oh, hvað ég er farin að hlakka til, fátt notalegra en fá sér einn kaldan eftir gönguferð í fallegu fjallahéraði.
Kynda pítsuofna með líkkistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2010 | 11:17
Hjóla-mamma
Þá eru þriðjudagsferðirnar að hefjast aftur hjá Fjallahjólaklúbbnum og munu standa í allt sumar. Fyrsta ferðin verður í dag kl 18:30 og svo vikulega kl 19:30. Sá sem mætir oftast fær afhentan veglegan farandbikar og fallegan blómvönd. Ég vann í fyrra og það sem þessi blessaði bikar er búinn að gera lukku heima hjá mér. Ég á einn 7 ára gorm og hann er afskaplega duglegur að draga krakka inn með sér ef hann er sendur út að leika. Í hvert sinn sem nýr vinur slæðist inn er snarstoppað á ganginum og spurt "Hver á þennan bikar". Sonurinn tilkynnir þá með miklum tilþrifum að mamma sín hafi unnið þennan bikar, af því hún sé svo ótrúlega dugleg að hjóla. Og strákarnir stara á bikarinn og mig til skiptis og aðdáunin leynir sér ekki. "Vááááá".
Einn vinur stráksins míns vildi nú gorta sig aðeins af pabba sínum en fann ekki alveg réttu orðin. "Pabbi minn er líka duglegur að hjóla, hann hefur hjólað, eh, umm, upp í sveit, eða eitthvað..." Pabbi stráksins er bloggvinur minn og hjólagarpur mikill, búinn að hjóla Ísland þvert og endilangt og sennilega hálfnaður með Evrópu. "Já, en mamma mín fékk bikar!", aftur "Vááá" frá strákaskaranum, meiri aðdáun og þar með var vinurinn alveg lens, enda getur sonur minn verið ákaflega dramatískur á köflum, ekki veit ég hvaðan drengurinn hefur það, hmmm.
Þriðjudagsferðirnar eru upplagt tækifæri til að læra hjólaleiðir í sínu nánasta umhverfi. Það er farið rólega yfir, hjólað í ca 2 tíma, stoppað oft, ferðirnar henta öllum, ungum, gömlum, mjóum sem feitum. Sjá nánar um starfsemina hér:
www.fjallahjolaklubburinn.is
Einn vinur stráksins míns vildi nú gorta sig aðeins af pabba sínum en fann ekki alveg réttu orðin. "Pabbi minn er líka duglegur að hjóla, hann hefur hjólað, eh, umm, upp í sveit, eða eitthvað..." Pabbi stráksins er bloggvinur minn og hjólagarpur mikill, búinn að hjóla Ísland þvert og endilangt og sennilega hálfnaður með Evrópu. "Já, en mamma mín fékk bikar!", aftur "Vááá" frá strákaskaranum, meiri aðdáun og þar með var vinurinn alveg lens, enda getur sonur minn verið ákaflega dramatískur á köflum, ekki veit ég hvaðan drengurinn hefur það, hmmm.
Þriðjudagsferðirnar eru upplagt tækifæri til að læra hjólaleiðir í sínu nánasta umhverfi. Það er farið rólega yfir, hjólað í ca 2 tíma, stoppað oft, ferðirnar henta öllum, ungum, gömlum, mjóum sem feitum. Sjá nánar um starfsemina hér:
www.fjallahjolaklubburinn.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2010 | 16:28
Það verður einhver að vera síðastur
Afrek mín á íþróttasviðinu eru ekki mikilfengleg. Er þó búin að fá einn bikar fyrir góða mætingu í þriðjudagshjólaferðum Fjallahjólaklúbbsins. Og varð í öðru sæti í 17 júní hlaupi í Sandgerði þegar ég var 10 ára. Fékk silfurmedalíu. Sem er nota bene, eina keppnin sem ég hef nokkurn tíma tekið þátt í. Á sunnudaginn, 35 árum seinna ætla ég aftur að taka þátt í keppni. Og aftur í Sandgerði, þetta sunnlenska sjávarþorp er greinilega nafli alheimsins þegar ég og íþróttir eru annars vegar! Nú er keppnisgreinin hjólreiðar.
Þó að maður eigi ekki að vanmeta eigin getu, þá efast ég stórlega um að ég vinni til nokkurra verðlauna í þetta skipti. Enda verð ég ekki á racer, og ekki með lappirnar fastar í klítum, en þá nýta menn uppstigið líka. Verandi miðaldra, gigtveik, ennþá of þung kelling eru ekki miklar líkur á að komast á verðlaunapall. Nema þetta sé flokkaskipt eftir kyni og aldri og ég ein í hópi kvenna, 45 ára og eldri, hehehe. En ég verð að sjálfsögðu dressuð í spandex uppúr og niðurúr. Maður fer ekki að mæta í hjólakeppni íklæddur flísnærfötum úr Rúmfó. Ég mun þó ekki mæta á brjóstahaldaranum einum klæða eins og þegar ég hjólaði Reykjanesið síðasta sumar. Þá var 22 stiga hiti og brakandi sól þegar ég lagði af stað frá Keflavík, en þegar ég kom að Reykjanesvita dró ský fyrir sólu, vindinn herti og hitastigið féll niður í 6 gráður. Og ég ekki með aukafötin með mér. Ég var næstum frosin í hel, var ennþá skjálfandi af kulda hálftíma eftir að ég fór ofan í heitan pott eftir 60 km hjólatúr. Á þremur og hálfum tíma. Það má lesa um það ferðalag hér: http://hrannsa.blog.is/blog/hrannsa/entry/915316/
Ætli ég muni ekki halda mig aftarlega í ráshópnum svo ég flækist ekki fyrir alvöru hjólafólki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera komin í mark á undan hjólagörpunum sem hjóla 60 kílómetra (tvöfalt lengri leið en byrjendahópurinn sem ég verð í), vona bara að ég verði ekki hjóluð niður nálægt markinu þegar fylkingin nálgast...
Uppfærsla 2 maí 2010 eftir hjólakeppnina
Ég fer bara ekki öðru vísi frá Sandgerði en með medalíu um hálsinn! Ég var búin að spá og spekúlera hvað ég gæti hjólað þessa 30 kílómetra á og taldi að ég ætti að geta hjólað þetta á innan við 90 mínútum, ef það væri ekki mikill mótvindur. Ég fór þetta á 69 mínútum og var í 3ja sæti í kvennaflokkinum. Það voru 40 hjólagarpar í keppninni, þar af 7 konur.
Þó að maður eigi ekki að vanmeta eigin getu, þá efast ég stórlega um að ég vinni til nokkurra verðlauna í þetta skipti. Enda verð ég ekki á racer, og ekki með lappirnar fastar í klítum, en þá nýta menn uppstigið líka. Verandi miðaldra, gigtveik, ennþá of þung kelling eru ekki miklar líkur á að komast á verðlaunapall. Nema þetta sé flokkaskipt eftir kyni og aldri og ég ein í hópi kvenna, 45 ára og eldri, hehehe. En ég verð að sjálfsögðu dressuð í spandex uppúr og niðurúr. Maður fer ekki að mæta í hjólakeppni íklæddur flísnærfötum úr Rúmfó. Ég mun þó ekki mæta á brjóstahaldaranum einum klæða eins og þegar ég hjólaði Reykjanesið síðasta sumar. Þá var 22 stiga hiti og brakandi sól þegar ég lagði af stað frá Keflavík, en þegar ég kom að Reykjanesvita dró ský fyrir sólu, vindinn herti og hitastigið féll niður í 6 gráður. Og ég ekki með aukafötin með mér. Ég var næstum frosin í hel, var ennþá skjálfandi af kulda hálftíma eftir að ég fór ofan í heitan pott eftir 60 km hjólatúr. Á þremur og hálfum tíma. Það má lesa um það ferðalag hér: http://hrannsa.blog.is/blog/hrannsa/entry/915316/
Ætli ég muni ekki halda mig aftarlega í ráshópnum svo ég flækist ekki fyrir alvöru hjólafólki. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að vera komin í mark á undan hjólagörpunum sem hjóla 60 kílómetra (tvöfalt lengri leið en byrjendahópurinn sem ég verð í), vona bara að ég verði ekki hjóluð niður nálægt markinu þegar fylkingin nálgast...
Uppfærsla 2 maí 2010 eftir hjólakeppnina
Ég fer bara ekki öðru vísi frá Sandgerði en með medalíu um hálsinn! Ég var búin að spá og spekúlera hvað ég gæti hjólað þessa 30 kílómetra á og taldi að ég ætti að geta hjólað þetta á innan við 90 mínútum, ef það væri ekki mikill mótvindur. Ég fór þetta á 69 mínútum og var í 3ja sæti í kvennaflokkinum. Það voru 40 hjólagarpar í keppninni, þar af 7 konur.
Ég filmaði líka smávegis, að vísu ekki á meðan ég var að hjóla, þetta var jú keppni, ég gat ekki hjólað á 30 km hraða með aðra hönd á stýri og hina á myndavélinni. Svo ég myndi nú ekki hjóla á neinn.
Annars er þetta held ég það alfyndnasta myndband sem ég hef séð úr hjólreiðakeppnum, þó að ég sé ekki fylgjandi ofbeldi, þá finnst manni gaurinn fá svo makleg málagjöld og enginn virðist hafa slasast við öll þessi ósköp.
Dægurmál | Breytt 2.4.2020 kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar