11.1.2010 | 17:01
Nagladekk nauðsynleg
Ég var tímanleg þennan vetur, keypti nagladekk í ágúst sem fóru undir hjólið við fyrstu frostamerki í oktober. Viku síðar var hjólinu mínu stolið og ég keypti annað sett af nagladekkjum.
Það var sprungið hjá mér í morgun og þar sem ég hafði ekki tíma til að gera við eða skipta um slöngu að aftan, blikkaði ég kallinn og fékk hans hjól lánað. Vissi að þá yrði mitt hjól viðgert og hjólafært þegar ég kem heim í kvöld. Hans hjól er hins vegar ekki á á nöglum og ég var rétt komin 20 metra þegar ég flaug á hausinn. Hvílíka glerhálkan á götum Reykjavíkur. Alveg bráðnauðsynlegt að vera á nöglum þessa dagana. Þ.e. ef maður er á reiðhjóli.
Meiddi mig ekki mikið, skrapaði skinnið af hnjánum og það bættist aðeins í marblettasafnið. Hjálmurinn skall svolítið hraustlega í götuna, á eftir að skoða hann og meta skemmdir, þarf líklega að skipta honum út. Huasnin er smat alevg jfan gðuór og áuðr!
Ef þú skilur ekki síðustu setninguna þá hefur þú ekki verið á Facebook síðustu viku
![]() |
Hálkublettir austan Selfoss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Október 2017
- Ágúst 2017
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Desember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Maí 2008
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nagladekk á hjól er nú bara snilldin ein og gott að þú varst með hjálminn
steinimagg, 11.1.2010 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.